Innlent

Misskilningur vegna sæþotu ástæða útkalls við Seltjarnarnes

Andri Eysteinsson skrifar
Tilkynnt var um mann í sjónum eftir að sást til mannlausrar sæþotu.
Tilkynnt var um mann í sjónum eftir að sást til mannlausrar sæþotu. Getty/Anadolu Agency
Maðurinn, sem bjarga átti úr sjávarháska við Seltjarnarnes fyrr í dag, reyndist í raun vera brimbrettakappi að leik. Tilkynningin barst eftir að sjónarvottar höfðu séð mannlausa sæþotu bundna skammt frá golfskála Nesklúbbsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði maðurinn einfaldlega yfirgefið sæþotuna og haldið lengra út á bretti til að leika listir sínar. Maðurinn var því aldrei í hættu samkvæmt lögreglu.

Eftir að málið skýrðist voru viðbragðsaðilar afturkallaðir snarlega.

Upphaflegu fréttina má sjá hér að neðan

Manni var í dag bjargað úr sjó úti fyrir Seltjarnarnesi. Bátar voru sjósettir og samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu var þyrla kölluð út. 

Ekki er ljóst hvernig maðurinn hafnaði í hafinu en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu, var talið að maðurinn væri í miklum háska. Björgunarsveitir úr Reykjavík voru kallaðar út og tókst að ná manninum úr sjó og er maðurinn heill heilsu. 

Klukkan 16:00 voru björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana gúmmíbáts við Engey, voru bátar þá sjósettir og fóru þeir að þeim aðgerðum lokið út á Seltjarnarnes að aðstoða.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×