Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira