Innlent

Strætó fauk út af við Litlu Kaffistofuna

Samúel Karl Ólason skrifar
Strætisvagn sem ekið var á leið 51, á milli Reykjavíkur og Hafnar, fauk af veginum í Draugahlíðarbrekku ofan við Litlu Kaffistofuna í kvöld.
Strætisvagn sem ekið var á leið 51, á milli Reykjavíkur og Hafnar, fauk af veginum í Draugahlíðarbrekku ofan við Litlu Kaffistofuna í kvöld. Vísir/Haukur

Strætisvagn sem ekið var á leið 51, á milli Reykjavíkur og Hafnar, fauk af veginum í Draugahlíðarbrekku ofan við Litlu Kaffistofuna í kvöld. Engin slys urðu á fólki en fáir farþegar munu hafa verið í vagninum. Slæmt veður er á svæðinu.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að senda hafi átt annan vagn eftir farþegum en þeir hafi þó fengið far austur fyrir fjall á einkabílum sem verið var að aka austur.

Til stendur að sækja vagninn á morgun, þegar veðrinu hefur slotað og birtuskilyrði eru betri.

Vegagerðin


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.