Innlent

Rólegt kvöld hjá björgunarsveitum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá einu verkefni á Vík.
Frá einu verkefni á Vík. Orri

Kvöldið hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum Landsbjargar. Í kvöld hafa stök verkefni vegna foks borist til björgunarsveitarmanna en þeir manna enn lokunarpósta á þjóðveginum og verður það gert eins lengi og lögreglan og Vegagerðin telja tilefni til.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir gott skot hafa komið í Vestmannaeyjum upp úr þrjú í dag en þeim verkefnum hafi verið lokið klukkan fimm. Í dag bárust einnig önnur stök fok-verkefni á Suðurlandi.

Davíð segir það mögulega til marks um að fólk hafi verið vel undirbúið fyrir rokið.

„Við fögnum því að fólk virðist vera að taka mark á skilaboðum og tilkynningum sem hafa borist í dag og í gær,“ segir Davíð.

Í tilkynningu frá Veðurvaktinni ehf. segir að ekki séu horfur á að lægi undir Eyjafjöllum fyrr en líði á morguninn og þá mögulega um klukkan ellefu. Í öræfum og á Skeiðarársandi gangi veður mikið niður á milli sex og níu í fyrramálið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.