Innlent

Búist við að vindur nái fárviðrisstyrk

Birgir Olgeirsson skrifar
Búið að loka veginum milli Hvolsvallar og Víkur.
Búið að loka veginum milli Hvolsvallar og Víkur. Vísir/JóiK

Búist er við að vindhraði nái fárviðrisstyrk undir Eyjafjöllum og í Heimaey í Vestmannaeyjum í kvöld. Til að ná fárviðrisstyrk þarf meðalvindhraði að ná yfir 32,7 metrum á sekúndu sem samsvarar 12 vindstigum á gamla vindstigakvarðanum.

Skilgreining á fárviðri er þegar búast má við skemmdum á mannvirkjum, útvera á bersvæði er hættuleg og verðið getur rifið hjarn, lyft möl og grjóti. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið og heil þök tekur af húsum.

Hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna óveðursins á Suðurlandi í kvöld og nótt. Það mun þó draga úr vindi í Heimaey í kvöld þegar vindurinn snýst í norðaustan- og austanátt en ekki mun draga úr vindir undir Eyjafjöllum fyrr en í nótt.

Búist er við miklu hvassviðri í Öræfasveit og öllum Skaftárhreppi í kvöld og nótt þar sem meðalvindhraði verður á bilinu 25 til 28 metrar á sekúndu.

Seint í nótt og fram eftir morgni verður hríðarveður á Norðaustur- og Austurlandi og hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir það svæði.

Búið er að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og er reiknað með að lokunin standi fram á þriðjudaginn 12. mars. Veginum um Skeiðarársand og Öræfasveit verður lokað klukkan 20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.