Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 07:40 Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12