Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 11:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar. fréttablaðið/eyþór Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18