Lífið

Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búið að velja piparjónku.
Búið að velja piparjónku.

Þættirnir The Bachelorette njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Á næstu misserum hefst 15. þáttaröðin og var tilkynnt í lokaþættinum af The Bachelor í vikunni hvaða kona væri sú heppni.

Í þáttunum berjast þrjátíu karlmenn um hjarta hennar.

Fyrir þá sem vilja ekki vita hver sé næsta piparjónkan í þáttum ABC ættu að hætta að lesa núna.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

Konan sem um ræðir heitir Hannah B og var hún keppandi í The Bachelor og barðist hún þar um hjarta Colton Underwood. Vísir greindi frá málalokum The Bachelor í vikunni.

Hannah B fékk að hitta nokkra menn sem munu taka þátt í seríunni í vikunni og má sjá það hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.