Lífið

Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búið að velja piparjónku.
Búið að velja piparjónku.
Þættirnir The Bachelorette njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Á næstu misserum hefst 15. þáttaröðin og var tilkynnt í lokaþættinum af The Bachelor í vikunni hvaða kona væri sú heppni.

Í þáttunum berjast þrjátíu karlmenn um hjarta hennar.

Fyrir þá sem vilja ekki vita hver sé næsta piparjónkan í þáttum ABC ættu að hætta að lesa núna.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

Konan sem um ræðir heitir Hannah B og var hún keppandi í The Bachelor og barðist hún þar um hjarta Colton Underwood. Vísir greindi frá málalokum The Bachelor í vikunni.

Hannah B fékk að hitta nokkra menn sem munu taka þátt í seríunni í vikunni og má sjá það hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.