Lífið

Tíðindi af frægasta hreina sveini Bandaríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Colton mætti í myndver ABC og ræddi þar um seríuna.
Colton mætti í myndver ABC og ræddi þar um seríuna. Mynd/abc
Nú er 23. þáttaröðin af The Bachelor afstaðin en þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC vestanhafs.

Í seríunni hefur frægasti hreini sveinn Bandaríkjanna, Colton Underwood, leitað að ástinni í lífi sínu en hann hefur komið áður við sögu í þáttunum The Bachelorette og Bachelor in Paradise.

Þar kom í ljós að Colton er enn hreinn sveinn og hefur ekki farið í felur með það. Nú standa eftir þrjár konur og í síðasta þætti kom til atburðarás sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í þáttunum.

Ef þú vilt ekki vita hvað gerðist í lokaþættinum þarft þú að hætta að lesa núna en þátturinn fór í loftið í gærkvöldi.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við. 

Óvænt atburðarrás átti sér stað í næstsíðasta þættinum sem fór í loftið fyrir viku. Þá ákvað Cassie Randolph að yfirgefa þáttinn en Colton var greinilega mest hrifinn af henni.

Á þessum tímapunkti voru þrjár konur eftir. Cassie, Hannah G og Tayshia Adams.

Colton gat ekki hugsað sér að halda áfram í þáttunum og flúði af tökustað. Hann ætlaði sér að hætta í þáttunum.

Í kjölfarið tók hann þá ákvörðun að senda bæði Hannah G og Tayshia heim en neitaði að gefast upp á Cassie. Þá tók við atburðarrás sem aldrei áður hefur sést í The Bachelor.

Colton bað Cassie um tækifæri til að láta á samband þeirra reyna og það yrði enginn trúlofun. Hún samþykkti það að lokum og eru þau tvö par í dag.

Colton hefur staðfest að hann er ekki lengur hreinn sveinn en eins og vanalega mætti parið til Jimmy Kimmel eftir lokaþáttinn og má sjá viðtalið við þau hér að neðan.

.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.