Lífið

Tíðindi af frægasta hreina sveini Bandaríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Colton mætti í myndver ABC og ræddi þar um seríuna.
Colton mætti í myndver ABC og ræddi þar um seríuna. Mynd/abc

Nú er 23. þáttaröðin af The Bachelor afstaðin en þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC vestanhafs.

Í seríunni hefur frægasti hreini sveinn Bandaríkjanna, Colton Underwood, leitað að ástinni í lífi sínu en hann hefur komið áður við sögu í þáttunum The Bachelorette og Bachelor in Paradise.

Þar kom í ljós að Colton er enn hreinn sveinn og hefur ekki farið í felur með það. Nú standa eftir þrjár konur og í síðasta þætti kom til atburðarás sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í þáttunum.

Ef þú vilt ekki vita hvað gerðist í lokaþættinum þarft þú að hætta að lesa núna en þátturinn fór í loftið í gærkvöldi.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við. 

Óvænt atburðarrás átti sér stað í næstsíðasta þættinum sem fór í loftið fyrir viku. Þá ákvað Cassie Randolph að yfirgefa þáttinn en Colton var greinilega mest hrifinn af henni.

Á þessum tímapunkti voru þrjár konur eftir. Cassie, Hannah G og Tayshia Adams.

Colton gat ekki hugsað sér að halda áfram í þáttunum og flúði af tökustað. Hann ætlaði sér að hætta í þáttunum.

Í kjölfarið tók hann þá ákvörðun að senda bæði Hannah G og Tayshia heim en neitaði að gefast upp á Cassie. Þá tók við atburðarrás sem aldrei áður hefur sést í The Bachelor.

Colton bað Cassie um tækifæri til að láta á samband þeirra reyna og það yrði enginn trúlofun. Hún samþykkti það að lokum og eru þau tvö par í dag.

Colton hefur staðfest að hann er ekki lengur hreinn sveinn en eins og vanalega mætti parið til Jimmy Kimmel eftir lokaþáttinn og má sjá viðtalið við þau hér að neðan.

.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.