Lífið

Frægasti hreini sveinn Bandaríkjanna í vandræðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðbrögð Colton vöktu mikla athygli.
Viðbrögð Colton vöktu mikla athygli.
Nú stendur yfir 23. þáttaröðin af The Bachelor á sjónvarpsstöðinni ABC vestanhafs og er komið að  lokaþáttunum.

Í seríunni hefur frægasti hreini sveinn Bandaríkjanna, Colton Underwood, leitað að ástinni í lífi sínu en hann hefur komið áður við sögu í þáttunum The Bachelorette og Bachelor in Paradise.

Þar kom í ljós að Colton er enn hreinn sveinn og hefur ekki farið í felur með það. Nú standa eftir þrjár konur og í síðasta þætti kom til atburðarás sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í þáttunum.

Ef þú vilt ekki vita hvað gerðist í umræddum þætti þarft þú að hætta að  lesa núna.

.

.

.

.

.

.

.

Í þættinum kom í ljós að Colton er yfirsig ásfanginn af konu sem ber nafnið Cassie Randolph. Í þættinum segist Colton elska hana og ætli sér að gefa henni lokarósina.

Cassie var aftur á móti ekki eins viss og Colton og ákvað að lokum að yfirgefa þættina með þeim afleiðingum að Colton strunsaði af tökustað og virðist vera hættur í þáttunum. Eitt dramatískasta atriði í sögu þáttanna. 

Hér að neðan má sjá sérfræðinga á sviði The Bachelor og fyrrum keppendur ræða atburðarrásina og einnig má sjá atriðið fræga þegar Colton strunsar af tökustað.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.