Fótbolti

Flautumark skaut Jóni Guðna og félögum út úr Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Valencia fagna markinu sem skaut þeim áfram.
Leikmenn Valencia fagna markinu sem skaut þeim áfram. vísir/epa

Krasnodar datt út á grátlegan hátt úr Evrópudeildinni í kvöld er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Valencia í síðari leik liðanna. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir Krasnodar og lék vel.

Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Valencia vann fyrri leikinn á Spáni, 2-1. Það var því allt opið fyrir síðari leikinn í Rússlandi í kvöld.

Það var markalaust allt þangað til á 85. mínútu er Magomed-Shapi Suleymanov kom Krasnodar yfir með glæsilegu skoti. Markið gerði það að verkum að Rússarnir voru á leið áfram.

Það var hins vegar á þriðju mínútu uppbótartíma sem Goncalo Guedes skoraði af stuttu færi úr vítateignum og jafnaði fyrir Valencia. Samanlagt því 3-2 og Spánverjarnir komnir áfram.

Napoli er komið í átta liða úrslitin þrátt fyrir 3-1 tap gegn Salzburg í kvöld. Napoli vann fyrri leik liðanna 3-0 og Arkadiusz Milik kom þeim yfir í kvöld.

Því voru Ítalarnir komnir í góða stöðu en slökuðu full mikið á. Munas Dabbur jfnaði á 25. mínútu og tvö mörk í síðari hálfleik dugðu ekki heimamönum. Carlo Ancelotti og lærisveinar því komnir áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.