Fótbolti

Inter úr leik eftir tap á heimavelli | Sjáðu liðin sem eru komin áfram í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonbrigði hjá Inter í kvöld.
Vonbrigði hjá Inter í kvöld. vísir/getty

Inter er úr leik í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Mikil vonbrigði fyrir Inter sem ætlaði sér mikla hluti en fyrsta og eina mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu er framherjinn Luka Jovic skoraði. Fimmtán þúsund stuðningsmenn fylgdu Frankfurt til Mílanó í kvöld.

Villareal er einnig komið áfram eftir nokkuð þægilegt einvígi gegn Zenit frá Pétursborg. Gerard Moreno og Carlos Bacca skoruðu mörk Villareal í kvöld en varnarmaðurinn reyndi Branislav Ivanovic, minnkaði muninn fyrir Zenit í uppbótartíma.

Slavia Prague gerði sér lítið fyrir og sló út Sevilla í ótrúlegum knattspyrnuleik. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en þrjú mörk voru skoruð í framlengingunni.

Benfica kláraði svo Dinamo Zagreb einnig í framlengingu.

Úrslit kvöldsins:
Arsenal - Rennes 3-0 (4-3 samanlagt)
Benfica - Dinamo Zagreb 3-0 (3-1 samanlagt - eftir framlengingu)
Inter - Eintracht Frankfurt 0-1 (0-1 samanlagt)
Slavia Prague - Sevilla 4-3 (6-5 samanlagt - eftir framlengingu)
Villareal - Zenit 2-1 (5-2 samanlagt)

Komin í átta liða úrslitin:
Chelsea
Valencia
Napoli
Arsenal
Benfica
Eintracht Frankfurt
Slavia Prague
Villareal


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.