Fótbolti

Inter úr leik eftir tap á heimavelli | Sjáðu liðin sem eru komin áfram í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonbrigði hjá Inter í kvöld.
Vonbrigði hjá Inter í kvöld. vísir/getty
Inter er úr leik í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Mikil vonbrigði fyrir Inter sem ætlaði sér mikla hluti en fyrsta og eina mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu er framherjinn Luka Jovic skoraði. Fimmtán þúsund stuðningsmenn fylgdu Frankfurt til Mílanó í kvöld.

Villareal er einnig komið áfram eftir nokkuð þægilegt einvígi gegn Zenit frá Pétursborg. Gerard Moreno og Carlos Bacca skoruðu mörk Villareal í kvöld en varnarmaðurinn reyndi Branislav Ivanovic, minnkaði muninn fyrir Zenit í uppbótartíma.

Slavia Prague gerði sér lítið fyrir og sló út Sevilla í ótrúlegum knattspyrnuleik. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en þrjú mörk voru skoruð í framlengingunni.

Benfica kláraði svo Dinamo Zagreb einnig í framlengingu.

Úrslit kvöldsins:

Arsenal - Rennes 3-0 (4-3 samanlagt)

Benfica - Dinamo Zagreb 3-0 (3-1 samanlagt - eftir framlengingu)

Inter - Eintracht Frankfurt 0-1 (0-1 samanlagt)

Slavia Prague - Sevilla 4-3 (6-5 samanlagt - eftir framlengingu)

Villareal - Zenit 2-1 (5-2 samanlagt)

Komin í átta liða úrslitin:

Chelsea

Valencia

Napoli

Arsenal

Benfica

Eintracht Frankfurt

Slavia Prague

Villareal










Fleiri fréttir

Sjá meira


×