Prófsteinn á andlegu hliðina gegn Andorra Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Erik Hamrén og Freyr svöruðu spurningum blaðamanna í gær. Fréttablaðið/anton Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36
Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40