Talið berst meðal annars að skemmtanalífinu og hvort Sóli sé mikill djammari.
„Ég djamma aldrei og það er alls ekki út af því að ég á svo mikið af börnum. Ég er bara ömurlegur drykkjumaður,“ segir Sóli.
„Eins og pabbi hefur oft sagt, hann er algjör aumingi í drykkju. Ég er bara lélegur í þessu. Ég opna aldrei bjór heima hjá mér og drekk hann, aldrei. Ég drekk bara til að vera fullur með vinum mínum, mér finnst það gaman. Það er oftast bara við félagarnir saman og ég hef ekkert gaman af því að fara niður í bæ.“
Hér að ofan má sjá sjötta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon.