Lífið

Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Einar ræðir ítarlega um nýja ævisögu sem hann gaf út á dögunum.
Aron Einar ræðir ítarlega um nýja ævisögu sem hann gaf út á dögunum. vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni.

Aron Einar er tíundi gestur Einkalífisins en í þáttunum er rætt við einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. Í dag er Aron giftur Kristbjörgu Jónasdóttur og á með henni tvo drengi.

Í bókinni opnar Aron sig um hluti sem hann hefur aldrei áður rætt opinberlega um. Talið barst að eiginkonunni og er hann ævinlega þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið frá Kristbjörgu í gegnum árin.

Brúðkaupsdagurinn árið 2017.
„Þetta er oft mjög mikið púsluspil og mikil pressa. Stundum kemur maður heim vel pirraður eftir tapleik og það er þá undir henni komið að peppa mann upp,“ segir Aron Einar um eiginkonuna.

„Það góða við hana er að hún er íþróttamanneskja sjálf og veit hvað ég er að ganga í gegnum. Ég kem svolítið inn á það í bókinni hvað hún hefur breytt hugsunarhætti mínum og persónu og einnig mér sem föður. Það er ekki bara hægt að hrósa mér fyrir mína fórn fyrir landsliðið. Hún á jafnmikinn heiður og hrós skilið fyrir það sem hún hefur fórnað fyrir mína hönd,“ segir Aron en rétt fyrir HM í Rússlandi meiddist Aron Einar og var útlitið á tímabili ekki gott.

„Hún er til dæmis með einkaþjálfun á netinu og svo meiðist ég fyrir HM og þá leggur hún því bara til hliðar því hún þarf að sjá um mig þar sem ég var rúmliggjandi. Það sýnir bara hvað maður er giftur vel,“ segir Aron en Kristbjörg tók einnig mataræðið hjá landsliðsfyrirliðanum í gegn á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en þetta er síðasti þátturinn af Einkalífinu fyrir áramót en þátturinn snýr aftur á nýju ári.


Tengdar fréttir

Reyndist vel að lenda á milli tannanna á fólki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er 27 ára alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug er ungur þingmaður sem hefur náð mjög langt á stuttum tíma en hún er fjórði gestur Einkalífsins á Vísi.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.

„Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“

Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember.

Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision

"Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.