Innlent

Hótelturn sagður fráhrindandi og einsleitur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til.
Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Skýrsla fagrýnihóps

Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til.

Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu.

Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ.

Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð.

Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið.

Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins.

Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans.

„Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu.

Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.