Innlent

Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. FBL/Ernir

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.

Samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað á ráðherra sem setið hefur samfellt í ár eða meira rétt á biðlaunum í sex mánuði. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fagnaði eins árs afmæli sínu í lok nóvember síðastliðins.

Sigríður mun sitja áfram sem þingmaður og mun því fá þingfararkaup áfram sem nemur rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði. Ráðherralaun eru samsett úr þingfararkaupi og svo ráðherrahlut upp á rúmar 725 þúsund krónur sem Sigríður í þessu tilfelli á rétt á í hálft ár til viðbótar. 


Tengdar fréttir

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar

Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.