Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 15:34 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir/stefán Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47