Innlent

Umferð gengur hægt á Reykjanesbraut vegna umferðareftirlits

Sylvía Hall skrifar
Bílstjórarnir mega vera þolinmóðir.
Bílstjórarnir mega vera þolinmóðir. Aron Vignir
Miklar umferðartafir eru á Reykjanesbraut í austurátt og mega bílstjórar búast við því að ferðin til Reykjavíkur gangi aðeins hægar en vanalega.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra á Suðurnesjum er hefðbundið umferðareftirlit í gangi sem veldur þessum töfum.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti leið um Reykjanesbraut í morgun og fagnaði vinnubrögðum lögreglu en þar sagði hann lögreglu hafa stöðvað alla bíla og ökumenn látnir blása í áfengismæli.

Páll fékk þó tvöfalda áminningu en eftir að hafa verið látinn blása beið Páll í bíl sínum og kíkti í símann sinn þar til lögregla bankaði aftur upp á og minnti hann á að nota ekki síma undir stýri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.