Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2019 19:45 Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.” Neytendur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.”
Neytendur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira