Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2019 19:45 Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.” Neytendur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.”
Neytendur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent