Pepsi-Max deildarlið Breiðabliks sótti Inkasso deildarlið Keflavíkur heim í Reykjaneshöllina í dag í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla.
Leikurinn byrjaði fjörlega því Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir á 7.mínútu. Danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen var fljótur að jafna metin fyrir gestina en Keflavík komst aftur í forystu á 23.mínútu þegar Blikar skoruðu sjálfsmark. Mikkelsen tókst hins vegar að jafna metin fyrir leikhlé með öðru marki sínu á 43.mínútu.
Aron Bjarnason kom Blikum svo yfir í upphafi síðari hálfleiks og Kópavogsliðið var komið með tveggja marka forystu eftir rúmlega klukkutíma leik eftir mark Þóris Guðjónssonar. Ísak Óli Ólafsson klóraði svo í bakkann fyrir heimamenn á 80.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.
Lokatölur 3-4 fyrir Breiðabliki sem hafa fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum. Keflvíkingar hins vegar með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Breiðablik lagði Keflavík í sjö marka leik
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Markverðirnir okkar voru ekki með“
Handbolti



Minntust Egils Hrafns á táknrænan hátt
Íslenski boltinn


Myndband: Klæmint með klúður sem gleymist seint
Íslenski boltinn

Umfjöllun: Víkingur - Valur 2-3 | Sigurganga Víkinga á enda
Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
