Íslenski boltinn

Breiðablik lagði Keflavík í sjö marka leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði tvö í dag.
Thomas Mikkelsen skoraði tvö í dag. vísir/bára

Pepsi-Max deildarlið Breiðabliks sótti Inkasso deildarlið Keflavíkur heim í Reykjaneshöllina í dag í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla.

Leikurinn byrjaði fjörlega því Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir á 7.mínútu. Danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen var fljótur að jafna metin fyrir gestina en Keflavík komst aftur í forystu á 23.mínútu þegar Blikar skoruðu sjálfsmark. Mikkelsen tókst hins vegar að jafna metin fyrir leikhlé með öðru marki sínu á 43.mínútu.

Aron Bjarnason kom Blikum svo yfir í upphafi síðari hálfleiks og Kópavogsliðið var komið með tveggja marka forystu eftir rúmlega klukkutíma leik eftir mark Þóris Guðjónssonar. Ísak Óli Ólafsson klóraði svo í bakkann fyrir heimamenn á 80.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Lokatölur 3-4 fyrir Breiðabliki sem hafa fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum. Keflvíkingar hins vegar með fjögur stig eftir þrjá leiki.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.