Innlent

Brjóstmynd af Ólafi Ragnari afhjúpuð á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Forsætisráðherrann svipti hulunni af myndinni.
Forsætisráðherrann svipti hulunni af myndinni. Twitter/Ólafur Ragnar

Brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem svipti hulunni af brjóstmyndinni en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur athöfnina ásamt fjölskyldu Ólafs og gestum.

Bætist brjóstmyndin af Ólafi þar með í hóp annarra brjóstmynda af fyrrverandi forsetum Íslands. Myndhöggvarinn Helgi Gíslason sá um að gera brjóstmyndina af Ólafi Ragnari en Ólafur segir frá því á Twitter að það hefði verið gaman að hlýða á sögur Gísla á meðan hann sat fyrir.Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands í tuttugu ár, eða frá árinu 1996 til 2016. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.