Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:36 Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. Vísir/vilhelm Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019 Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45