Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 20:18 Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21