Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2019 20:45 Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00