Tíðindalaust á sáttafundum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 12:41 Frá fyrri fundi verkalýðsfélaganna með fulltrúm atvinnurekenda og ríkissáttasemjara í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira