Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 22:14 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Eflingu hafa borist fjölmargar tilkynningar um að hótelrekendur hyggist beita starfsfólk þrýstingi til að ýmist sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Hvort tveggja eru verkfallsbrot. Margar tilkynninganna hafa borist í tengslum atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, en í tengslum við hana hefur starfsfólk Eflingar heimsótt fjölmarga vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur einnig fram að Valgerði Árnadóttur, starfsmanni félagssviðs Eflingar, hafi borist slíkar frásagnir í vikunni frá áhyggjufullum hótelstarfsmönnum. „Áhyggjufullir hótelstarfsmenn hafa tjáð mér að það séu uppi áform um ýmis brot, svo sem að hindra starfsmenn í að fara í verkfall sem þrífa almenningsrými og sinna þvottum. Sums staðar er verið að boða starfsmenn sem almennt vinna ekki við þrif til að mæta fyrr og sinna þeim með herbergisþernum, bæði til að ná að klára þrif fyrir kl 10:00 og einnig eftir að verkfall hefst.“ Efling kallar eftir því að atvinnurekendur virði lög og réttindi starfsfólks og vísar í lög númer 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Formaður Eflingar sendi bréf sama efnis á hótelrekendur á félagssvæðinu þar sem réttur starfsfólks til þátttöku í verkfalli var áréttaður ásamt skyldum atvinnurekenda. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 „Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Eflingu hafa borist fjölmargar tilkynningar um að hótelrekendur hyggist beita starfsfólk þrýstingi til að ýmist sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Hvort tveggja eru verkfallsbrot. Margar tilkynninganna hafa borist í tengslum atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, en í tengslum við hana hefur starfsfólk Eflingar heimsótt fjölmarga vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur einnig fram að Valgerði Árnadóttur, starfsmanni félagssviðs Eflingar, hafi borist slíkar frásagnir í vikunni frá áhyggjufullum hótelstarfsmönnum. „Áhyggjufullir hótelstarfsmenn hafa tjáð mér að það séu uppi áform um ýmis brot, svo sem að hindra starfsmenn í að fara í verkfall sem þrífa almenningsrými og sinna þvottum. Sums staðar er verið að boða starfsmenn sem almennt vinna ekki við þrif til að mæta fyrr og sinna þeim með herbergisþernum, bæði til að ná að klára þrif fyrir kl 10:00 og einnig eftir að verkfall hefst.“ Efling kallar eftir því að atvinnurekendur virði lög og réttindi starfsfólks og vísar í lög númer 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Formaður Eflingar sendi bréf sama efnis á hótelrekendur á félagssvæðinu þar sem réttur starfsfólks til þátttöku í verkfalli var áréttaður ásamt skyldum atvinnurekenda.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 „Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
„Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21