Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 08:41 Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku. Wilderness Search and rescue Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is. Suður-Afríka Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is.
Suður-Afríka Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira