Fótbolti

Íslensku stelpurnar í riðli með Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið.
Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið. Vísir/Getty
Ísland og Svíþjóð keppa um sæti í næstu úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Dregið var í riðla í dag í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Englandi sumarið 2021.

Íslenska kvennalandsliðið lenti í F-riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.

Íslensku stelpurnar hafa komist á þrjú síðustu Evrópumót í Finnlandi (2009), í Svíþjóð (2013) og í Hollandi (2017) og hafa okkar konur sett stefnuna á vera með á fjórða EM í röð.





Það munaði litlu að stelpurnar lentu aftur í riðli með Skotum eins og í síðustu undankeppni EM en íslenska landsliðið vann þá sinn undanriðil í fyrsta sinn.

Skotar komu upp úr pottinum á undan Svíum og lentu því næstum því í íslenska riðlinum.

Riðill Íslands í undankeppni EM 2021:

Svíþjóð

Ísland

Ungverjaland

Slóvakía

Lettland

Eitt lið fer beint úr hverjum riðli í lokakeppni EM 2021. Þau þrjú sem enda með bestan árangur í öðru sæti fylgja þeim þangað, en hin sex fara í umspil um þrjú sæti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×