Fær 3,6 milljónir frá ríkinu vegna frelsissviptingar í 103 daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 17:07 Maðurinn var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur. Dómsmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur.
Dómsmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira