Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:29 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Stöð 2 Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira