Fótbolti

Milan ekki í vandræðum með botnliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Milan fagna
Leikmenn Milan fagna vísir/getty

AC Milan vann þægilegan sigur á botnliði Empoli í ítölsku Seria A deildinni í fótbolta í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Krysztof Piatek fyrsta mark leiksins strax á 49. mínútu.

Franck Kessie tvöfaldaði svo forystu heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Samu Castillejo tryggði sigurinn á 67. mínútu.

Lokatölur urðu 3-0 í leik sem Milan var með mikla yfirburði í en gestirnir náðu aðeins einu skoti á markið.

Milarn er í fjórða sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir nágrönnum sínum í Inter sem eiga þó leik til góða, líkt og Roma í fimmta sætinu, fjórum stigum á eftir Milan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.