Fótbolti

Bayern upp að hlið Dortmund á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javi Martinez var hetjan í dag
Javi Martinez var hetjan í dag vísir/getty
Augsburg steinlá fyrir Freiburg í þýsku Bundesligunni í fótbolta. Bayern München vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Alfreð Finnbogason er fjarverandi í liði Augsburg vegna meiðsla og hann þurfti að horfa upp á liðsfélaga sína vera tekna í kennslustund í dag.

Heimamenn í Freiburg skoruðu strax á 9. mínútu með marki frá Nils Petersen. Vincenzo Grifo bætti öðru marki við á 30. mínútu og Petersen fann marknetið aftur áður en fyrri hálfleikur var úti.

Rani Khedira blés smá von í stuðningsmenn Augsburg með marki snemma í seinni hálfleik en hún hélt ekki lengi.

Gian-Luca Waldschmidt og Florian Niederlechner skoruðu sitt markið hvor fyrir Freiburg og lokatölur 5-1 fyrir heimamenn.

Augsburg situr því enn í 15. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Á hinum enda töflunnar náði Bayern að jafna Dortmund að stigum á toppnum.

Hertha Berlin kom í heimsókn á Allianz Arena í München og var markalaust í fyrri hálfleik. Á 62. mínútu leiksins skoraði Javi Martinez eina mark leiksins og tryggði Bayern sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×