Lífið

Lokaþáttur Ófærðar á Twitter: „Þórhildur er uppáhalds karakterinn minn“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi.
Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi. Mynd/Lilja Jóns
Lokaþáttur annarrar þáttaraðar af Ófærð var sýndur á RÚV í kvöld og sátu landsmenn límdir við skjáinn, að venju. Ævintýri Andra Ólafssonar lögreglumanns hafa þar með verið leidd til lykta, í bili að minnsta kosti, en áhorfendur voru duglegir að tjá sig um þáttinn á Twitter í kvöld.

Þórhildur, hin umdeilda dóttir Andra, gerði sig enn og aftur gildandi í umræðunni og þá bundu margir vonir við að Ásgeir, lögreglumaðurinn ástsæli, myndi snúa aftur.

Hér að neðan má nálgast nokkur tíst um lokaþátt Ófærðar 2.

Höskuldarviðvörun: Þeim sem hafa ekki horf á lokaþátt Ófærðar og vilja alls ekki vita neitt um örlög Andra og annarra bæjarbúa í litla bænum á landsbyggðinni er ráðlagt að hætta lestri.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

Þórhildur varð að þrætuepli, eins og sjá má hér að neðan.

Og svo var það hann Ásgeir. Elsku Ásgeir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×