Dóttir talsmanns Pútín vinnur á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 16:21 Dmitrí Peskov hefur verið talsmaður Pútín um árabil. Dóttir hans vinnur nú fyrir franskan Evrópuþingmann á sama tíma og samskipti Rússlands og Evrópu eru stirð. Vísir/Getty Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur. Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira