320 hermenn hafa flúið til Kólumbíu á fjórum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 16:53 Vesti hermannanna. AP/Christine Armario Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar. Kólumbía Venesúela Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira