Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:04 Fundi Trump og Kim var slitið fyrr en til stóð þar sem ekkert samkomulag náðist um afkjarnavopnun og afléttingu refsiaðgerða. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44