Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 23:56 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkballsboðun Eflingar þann 8. mars meðal hreingerningafólks á hótelum var samþykkt í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða 89%. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin telst nú samþykkt af félagsmönnum og verður afhent Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara strax eftir að skrifstofur opna á morgun, föstudaginn 1. mars. Á kjörskrá voru 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði niðurstöðuna byr undir báða vængi í komandi baráttu. „Félagsmenn hafa talað. Ég er innilega stolt af félagsmönnum okkar sem hafa sent mjög skýr og kröftug skilaboð með atkvæðum sínum. Það var ótrúlegt að upplifa andrúmsloftið á vinnustöðunum þar sem við skipulögðum atkvæðagreiðslur.“ Á morgun mun Efling svo tilkynna um víðtækari verkfallsaðgerðir sem verða samstilltar með VR og ná lengra fram í tímann, að því er segir í tilkynningu. Þeir félagar í Eflingu sem vinna samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur vegna vinnu á veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi voru kjörgengir í atkvæðagreiðslunni, sem hófst á mánudag og lauk klukkan tíu í kvöld. Verkfallið mun því ná til starfsfólks sem sinnir öllum þrifum, hreingerningum og frágangi herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Verkballsboðun Eflingar þann 8. mars meðal hreingerningafólks á hótelum var samþykkt í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða 89%. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin telst nú samþykkt af félagsmönnum og verður afhent Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara strax eftir að skrifstofur opna á morgun, föstudaginn 1. mars. Á kjörskrá voru 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði niðurstöðuna byr undir báða vængi í komandi baráttu. „Félagsmenn hafa talað. Ég er innilega stolt af félagsmönnum okkar sem hafa sent mjög skýr og kröftug skilaboð með atkvæðum sínum. Það var ótrúlegt að upplifa andrúmsloftið á vinnustöðunum þar sem við skipulögðum atkvæðagreiðslur.“ Á morgun mun Efling svo tilkynna um víðtækari verkfallsaðgerðir sem verða samstilltar með VR og ná lengra fram í tímann, að því er segir í tilkynningu. Þeir félagar í Eflingu sem vinna samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur vegna vinnu á veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi voru kjörgengir í atkvæðagreiðslunni, sem hófst á mánudag og lauk klukkan tíu í kvöld. Verkfallið mun því ná til starfsfólks sem sinnir öllum þrifum, hreingerningum og frágangi herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07