Innlent

Hætt kominn í sundlaug í Austurbænum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt.
Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/vilhelm
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Maður var hætt kominn í sundlaug í Austurbænumí gærkvöldi en hann var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði. 

Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum fjölda fólks vegna ölvunar og óspekta og voru þrír vistaðir fangaklefa. Í Kópavogi sektaði lögregla tugi ökumanna fyrir að leggja ólöglega við íþróttahús í Digranesi þar sem íþróttaviðburður var í gangi en lögreglan hafði jafnframt afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Brýnir lögregla fyrir ökumönnum að ekki má stöðva ökutæki eða leggja þeim á gangstétt eða gangstíg og sama á við um umferðareyjur og svipaða staði. Ekki má heldur leggja á gangbraut eða í minna en 5 metra fjarlægð frá gangbraut. Einnig er óheimilt að leggja á vegamótum eða í minna en 5 metra fjarlægð frá næstu brún akbrautar á þvervegi né heldur má leggja í innan við 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópferðabíla.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×