Málverk eftir Hitler seljast illa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 10:52 Til hægri má sjá eina af myndum Hitlers. Myndin sem um ræðir var ekki til uppboðs í Nürnberg á dögunum. Roger Viollet/AH/Getty Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“ Myndlist Þýskaland Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“
Myndlist Þýskaland Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira