Innlent

Íslendingur handtekinn í Færeyjum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV.
Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. Vísir/getty

Karlmaður var handtekinn fyrir líkamsárás sem á að hafa átt sér stað í miðbæ Þórshafnar í Færeyjum aðfaranótt föstudags. Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. Hinn handtekni á þá einnig að vera íslenskur lögreglumaður.

Lögreglunni í Færeyjum barst tilkynning um að slagsmál hefðu brotist út á milli tveggja karlmanna um hálf þrjú leytið aðfaranótt föstudags.

Í tilkynningunni kemur fram að fórnarlamb árásarinnar hefði hlotið áverka og verið fluttur til aðhlynningar. Árásaraðilinn var handtekinn. Málið er enn í rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.