Innlent

Tólf snjóflóð síðasta sólarhringinn fyrir austan

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tólf snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn á Austfjörðum samkvæmt skrá Veðurstofu um snjóflóðatilkynningar. Alls hafa 32 snjóflóð fallið á öllu landinu síðustu tíu daga.
Tólf snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn á Austfjörðum samkvæmt skrá Veðurstofu um snjóflóðatilkynningar. Alls hafa 32 snjóflóð fallið á öllu landinu síðustu tíu daga.

Tólf snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn á Austfjörðum samkvæmt skrá Veðurstofu um snjóflóðatilkynningar. Alls hafa 32 snjóflóð fallið á öllu landinu síðustu tíu daga.

Starfsmaður á snjóflóðavakt segir í samtali við RÚV að þetta séu smærri flóð efst í fjöllum. Það séu helst útivistarfólk á vélsleðum, á fjallgöngu eða á gönguskíðum sem þurfi að hafa varann á.

Talsvert nýsnævi er til fjalla á landinu eftir éljagang undanfarna viku. Snjór hefur safnast í skafla hlémegin í landslagi og víða er bert á milli. Veik lög geta verið í og undir nýja snjónum að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar um mat á snjóflóðaaðstæðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.