Heildarstefnu vanti í málefnum útlendinga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:30 Útlendingastofnun er að miklu leiti rekin á fjáraukalögum og fjármagn sett í tímabundin verkefni til að mæta auknu álagi. Ríkisendurskoðun gaf út heldur svarta skýrslu þar sem bent er á að líklega standist það ekki lög um opinber fjármál. Heildarstefnu vanti í málaflokkinn. Útlendingastofnun heyrir undir dómsmálaráðuneytið og í skýrslunni kemur fram að ekki hefur verið mótuð heildarstefna um málefni útlendinga. Eitt af markmiðum laga um útlendinga er að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun.Fjórir megin þættir voru gagnrýndir. „Það eru þjálfun starfsmanna, skýrari upplýsingaferlar. Sem við erum núþegar að reyna að vinna að og gera betur í. Svo eru tvö stór málefni sem eru upplýsingakerfið og rafræn stjórnsýsla. til að geta boðið fólki upp á að sækja rafrænt til stofnunarinnar. Það eru stærri verkefnin sem þurfa að fara inn á fimm ára fjármálaáætlanir. Við erum að reyna að gera okkar besta til að tryggja það að við fáum einhverjar bjargir til að verða við þeim ábendingum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjáÚtlendingastofnun. Í skýrslunni kemur fram að upplýsingakerfi þeirra bjóði upp á takmarkaða möguleika til að taka saman tölfræðileg gögn. Sú staða geri tölfræðilega greiningu á lykilþáttum í starfsemi stofnunarinnar erfiða og getur jafnvel haft neikvæðáhrif ááætlanagerð. Á milli áranna 2015 og 2016 fjölgaði umsóknum um alþjóðlega vernd til muna. Brugðist hefur verið við auknum fjölda umsókna að miklu leyti meðátaksverkefnum. Undanfarin ár hefur dómsmálaráðuneytið veitt fé til að ráða starfsfólk tímabundið við að afgreiða uppsafnaðar umsóknir. Rúm fimmtíu prósent af framlagi til stofnunarinnar á árunum 2012 til 2017 var ákveðið með fjáraukalögum en gífurlegar sveiflur í umsóknum síðustu ár flækir fyrir áætlanagerð. Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið að mæta óvissunni með fjáraukalögum og bendir á að það samræmist ekki lögum um opinber fjármál. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Útlendingastofnun er að miklu leiti rekin á fjáraukalögum og fjármagn sett í tímabundin verkefni til að mæta auknu álagi. Ríkisendurskoðun gaf út heldur svarta skýrslu þar sem bent er á að líklega standist það ekki lög um opinber fjármál. Heildarstefnu vanti í málaflokkinn. Útlendingastofnun heyrir undir dómsmálaráðuneytið og í skýrslunni kemur fram að ekki hefur verið mótuð heildarstefna um málefni útlendinga. Eitt af markmiðum laga um útlendinga er að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun.Fjórir megin þættir voru gagnrýndir. „Það eru þjálfun starfsmanna, skýrari upplýsingaferlar. Sem við erum núþegar að reyna að vinna að og gera betur í. Svo eru tvö stór málefni sem eru upplýsingakerfið og rafræn stjórnsýsla. til að geta boðið fólki upp á að sækja rafrænt til stofnunarinnar. Það eru stærri verkefnin sem þurfa að fara inn á fimm ára fjármálaáætlanir. Við erum að reyna að gera okkar besta til að tryggja það að við fáum einhverjar bjargir til að verða við þeim ábendingum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjáÚtlendingastofnun. Í skýrslunni kemur fram að upplýsingakerfi þeirra bjóði upp á takmarkaða möguleika til að taka saman tölfræðileg gögn. Sú staða geri tölfræðilega greiningu á lykilþáttum í starfsemi stofnunarinnar erfiða og getur jafnvel haft neikvæðáhrif ááætlanagerð. Á milli áranna 2015 og 2016 fjölgaði umsóknum um alþjóðlega vernd til muna. Brugðist hefur verið við auknum fjölda umsókna að miklu leyti meðátaksverkefnum. Undanfarin ár hefur dómsmálaráðuneytið veitt fé til að ráða starfsfólk tímabundið við að afgreiða uppsafnaðar umsóknir. Rúm fimmtíu prósent af framlagi til stofnunarinnar á árunum 2012 til 2017 var ákveðið með fjáraukalögum en gífurlegar sveiflur í umsóknum síðustu ár flækir fyrir áætlanagerð. Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið að mæta óvissunni með fjáraukalögum og bendir á að það samræmist ekki lögum um opinber fjármál.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira