Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:59 Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. Getty/samsett Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar. Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar.
Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30