Tónlist

Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár.
Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. Getty/Santiago Felipe
Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið.

Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki.

Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.

Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki.

Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.