Fótbolti

Þægilegt hjá AC Milan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Milan fagna
Leikmenn Milan fagna vísir/getty

AC Milan vann þægilegan sigur á Cagliari í 23. umferð ítölsku Seria A deildarinnar í kvöld.

Gestirnir í Cagliari byrjuðu leikinn ekki nógu vel því Luca Ceppitelli varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark strax á 13. mínútu og kom AC Milan þar með yfir.

Lucas Paqueta bætti öðru marki Milan við stuttu seinna og fór Milan með þægilegt 2-0 forskot inn í hálfleikinn.

Krzysztof Piatek tryggði svo sigurinn með marki í seinni hálfleik, lokatölur 3-0 fyrir AC Milan.

AC Milan er eftir leikinn með 39 stig í fjórða sæti deildarinnar, 24 stigum á eftir toppliði Juventus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.