Lífið

Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drake fékk ekki að klára ræðuna sína.
Drake fékk ekki að klára ræðuna sína.

Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna.

Grammy-verðlaunin voru afhend í 61. skipti í Staples-Center höllinni í Los Angeles og má sjá alla sigurvegara kvöldsins hér.

Ástæðan var sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni.

Drake vann verðlaun í nótt fyrir besta rapplagið og var það lagið God´s Plan. Hann mætti upp á svið og hélt ræðu þar sem hann virðist ekki gefa mikið fyrir Grammy-verðlaunin.

„Ég hélt að ég myndi ekki vinna neitt í kvöld en mig langar að nota þetta tækifæri til að tala við unga krakka sem eru að horfa á þetta og langar að gera sína eigin tónlist.“

Svona byrjaði ræða Drake og hann hélt áfram.

„Við erum að spila í íþrótt þar sem skoðun nokkurra manna ræður för. Þetta er ekki eins og í NBA-deildinn þegar þú stendur eftir með bikarinn út af því að þú tókst réttu ákvarðanirnar í leikjum. Þetta er bransi þar valdamikið fólk skilur ekki hvað ungur þeldökkur drengur frá Kanada þarf að koma frá sér eða töff spænskt stelpa frá New York. Punkturinn minn er sá að þú ert nú þegar búinn að vinna ef þú ert að koma fram og tónleikagestir kunna orðrétt öll lögin þín. Ef það til fólk sem er að koma á tónleikana þína í mígandi rigningu eða í snjókomu, þá þarftu ekki á þessum verðlaunum að halda. Þá ert þú nú þegar búinn að vinna,“ sagði Drake og ætlaði sér að halda áfram þegar þarna var komið við sögu. En framleiðendur Grammy-verðlaunanna klipptu á ræðu hans eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.