Snjallsímar ekki öryggistæki í kulda Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína.
Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira