Innlent

Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja

Birgir Olgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Þórshöfn aðfaranótt laugardags.
Atvikið átti sér stað í Þórshöfn aðfaranótt laugardags. Vísir/getty

Lögreglumaður frá Sauðárkróki hefur verið dæmdur til 50 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og þriggja ára ferðabanns til Færeyja eftir að hafa ráðist á annan Íslending í Þórshöfn aðfaranótt laugardags.

Fyrst var greint frá málinu á vef DV en Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að lögreglumaðurinn hafi óskað eftir að láta af störfum eftir að hafa hlotið dóminn síðastliðið laugardagskvöld.

Var um að ræða starfsmannaferð lögreglunnar á Norðurlandi vestra til Þórshafnar. Íslendingurinn sem varð fyrir árásinni var þó ekki hluti af þeirri ferð en kom til Færeyja á sama tíma og lögreglumennirnir.

Stefán segir í samtali við Vísi að hann viti ekki alla málavexti málsins sem var rannsakað af lögreglunni í Þórshöfn og geti því lítið tjáð sig um efnisatriði þess.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.